Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   þri 27. desember 2022 14:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sungu að hann yrði rekinn á morgun og það svo gerðist (Staðfest)
Smith látinn fara
Smith látinn fara
Mynd: EPA
Norwich hefur rekið stjórann Dean Smith úr starfi í kjölfar tap liðsins gegn Luton í ensku Championship deildinni í gær. Félagið hefur ekki staðfest tíðindin sem sagt er frá í enskum fjölmiðlum.

Uppfært 15:10: Norwich hefur nú staðfest tíðindin.

Norwich hefur einungis unnið þrjá af síðustu þrettán deildarleikjum en er þrátt fyrir það í fimmta sæti deildarinnar.

Smith var í þrettán mánuði í starfi á Carrow Road og náði samkvæmt frásögn enskra fjölmiðla ekki að heilla fólk þar. Craig Shakespeare, aðstoðarmaður Smith, fær einnig sparkið.

Smith er fyrrum stjóri Aston Villa og Brentford. Hann tók við Norwich þegar Daniel Farke var látinn fara í nóvember í fyrra. Smith var þá nýbúinn að fá sparkið hjá Aston Villa og Steven Gerrard var ráðinn þangað í kjölfarið. Smith náði ekki að halda Norwich uppi í úrvalsdeildinni og fær ekki að halda áfram því verkefni að koma liðinu aftur upp.

Það var óánægja með Smith á Carrow Road og hafði hann bannað fjölskyldu sinni að mæta á völlinn vegna óánægju stuðningsmanna. Hann vildi ekki að fjölskyldumeðlimir myndu upplifa þetta óvinalega andrúmsloft.

Stuðningsmenn kölluðu eftir því að Smith fengi sparkið eftir tapið í gær gegn Luton sem endaði manni færra. Stuðningsmenn Norwich tóku undir með stuðningsmönnum Luton sem sungu um að Smith yrði rekinn á morgun. Sem svo raungerðist.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Stoke City 3 3 0 0 8 2 +6 9
2 Middlesbrough 3 3 0 0 6 1 +5 9
3 Coventry 3 2 1 0 12 4 +8 7
4 West Brom 3 2 1 0 5 3 +2 7
5 Birmingham 3 2 1 0 4 2 +2 7
6 Preston NE 3 2 1 0 4 2 +2 7
7 Leicester 3 2 0 1 4 3 +1 6
8 Millwall 3 2 0 1 3 4 -1 6
9 Bristol City 3 1 2 0 5 2 +3 5
10 Southampton 3 1 1 1 4 4 0 4
11 Portsmouth 3 1 1 1 3 3 0 4
12 Watford 3 1 1 1 3 3 0 4
13 Swansea 3 1 1 1 2 2 0 4
14 Charlton Athletic 3 1 1 1 1 1 0 4
15 Hull City 3 1 1 1 3 5 -2 4
16 Blackburn 3 1 0 2 4 3 +1 3
17 Norwich 3 1 0 2 4 5 -1 3
18 Ipswich Town 3 0 2 1 2 3 -1 2
19 Wrexham 3 0 1 2 5 7 -2 1
20 Derby County 3 0 1 2 5 9 -4 1
21 Sheff Wed 3 0 1 2 3 7 -4 1
22 QPR 3 0 1 2 3 10 -7 1
23 Oxford United 3 0 0 3 2 5 -3 0
24 Sheffield Utd 3 0 0 3 1 6 -5 0
Athugasemdir
banner