Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
   sun 12. maí 2024 22:13
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-0 í Árbænum.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Þetta er bara flott, kærkominn sigur, við höldum hreinu og skorum 3 mörk. Þannig í heildina bara nokkuð fagmannleg frammistaða."

Breiðablik skoraði fyrsta mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var búið að ganga erfiðlega að skapa góð færi fyrir það þannig þetta var mikilvægt mark.

„Þetta var mikilvægt, þá þurfa þeir náttúrulega eðli málsins samkvæmt að stíga aðeins ofar. Þeir voru í flottri blokk og vörðust vel, gerðu okkur erfitt fyrir. Við vorum samt alveg að koma okkur í góðar stöður og fínasta spil í fyrri hálfleik. Við fórum ekki alveg nógu vel með stöðurnar. Svo datt það loksins. Þetta var mjög vel gert hjá Aroni og sömuleiðis Damir þarna í fyrsta markinu. Þannig þetta bara breytir leiksins til hins betra fyrir okkur í seinni hálfleik."

Pakkinn er mjög þéttur í efri helming deildarinnar þar sem það munar aðeins 5 stigum á 1. og 6. sæti. Höskuldur segist lítast vel á þessa topp baráttu.

„Það er náttúrulega bara ágætlega mikið búið af mótinu núna, nóg eftir náttúrulega, en þetta bara bíður upp á spennandi mót."


Athugasemdir
banner
banner
banner