Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   sun 12. maí 2024 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Sölvi Geir ræddi við stuðningsmenn fyrir leik.
Sölvi Geir ræddi við stuðningsmenn fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi og Arnar Gunnlaugsson.
Sölvi og Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er hrikalega góð. Þetta var rosalega erfiður leikur," sagði Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld. Hann stýrði Víkingum í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„FH-ingarnir eru búnir að vera hrikalega flottir, eru massívir og öflugir. Þeir gáfu okkur alvöru leik í dag. Þeir eru líkamlega sterkir; við vorum að senda langa bolta upp og þeir voru að éta okkur. Við fundum leið í fyrri hálfleik og það var ánægjulegt. Seinni hálfleikurinn var rosalegt járn í járn. Síðan lendum við í rauða spjaldinu og þá verður þetta virkilega erfitt, en ég er rosalega ánægður með það hvernig strákarnir tækluðu þetta. Þeir fóru ekki í felur, settu bara kassann út og tóku þetta á sig."

„Strákarnir geta verið stoltir af þessu. Það er frábært hvernig þeir brugðust við tapinu gegn HK. Svona á að gera þetta," sagði Sölvi.

Ingvar Jónsson kom aftur inn í lið Víkings eftir að hafa byrjað á bekknum í síðasta leik. Hann varði frábærlega í stöðunni 0-0. „Það var risastórt," sagði Sölvi.

„Enn og aftur kemur Ingvar til bjargar. Hann hefur sýnt það í gegnum tímann með Víkingum hversu öflugur og mikilvægur hann er. Í dag gerði hann það sem hann átti að gera, hann hélt búrinu hreinu."

Það eru fiðrildi í maganum
Sölvi stýrði Víkingum í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni. Sölvi var rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni í leiknum í kvöld.

„Utan á allavega. Það eru fiðrildi í maganum og manni er ekki alveg sama. Ég er rólegur og er að reyna að einbeita mér að leiknum," sagði Sölvi.

Arnar, aðalþjálfari Víkinga, var ekki í neinu sambandi við bekkinn. Víkingar fengu sekt fyrir það í fyrra að Arnar var í leikbanni og samt í sambandi við bekkinn.

„Við komum saman fyrir leikinn og fórum yfir hlutina sem við ætluðum að gera. Hann sagði við okkur að hann yrði ekki í neinu sambandi við okkur, hann ætlaði að fara alveg eftir reglunum og hann gerði það. Ég hef ekki enn heyrt í Arnari og ekki bekkurinn heldur. Hann tók þetta á sig og treysti teyminu til að stýra þessu. Það heppnaðist ágætlega."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en Víkingar eru komnir aftur á toppinn eftir þennan sigur.
Athugasemdir
banner
banner