Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   sun 12. maí 2024 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Sölvi Geir ræddi við stuðningsmenn fyrir leik.
Sölvi Geir ræddi við stuðningsmenn fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi og Arnar Gunnlaugsson.
Sölvi og Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er hrikalega góð. Þetta var rosalega erfiður leikur," sagði Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld. Hann stýrði Víkingum í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„FH-ingarnir eru búnir að vera hrikalega flottir, eru massívir og öflugir. Þeir gáfu okkur alvöru leik í dag. Þeir eru líkamlega sterkir; við vorum að senda langa bolta upp og þeir voru að éta okkur. Við fundum leið í fyrri hálfleik og það var ánægjulegt. Seinni hálfleikurinn var rosalegt járn í járn. Síðan lendum við í rauða spjaldinu og þá verður þetta virkilega erfitt, en ég er rosalega ánægður með það hvernig strákarnir tækluðu þetta. Þeir fóru ekki í felur, settu bara kassann út og tóku þetta á sig."

„Strákarnir geta verið stoltir af þessu. Það er frábært hvernig þeir brugðust við tapinu gegn HK. Svona á að gera þetta," sagði Sölvi.

Ingvar Jónsson kom aftur inn í lið Víkings eftir að hafa byrjað á bekknum í síðasta leik. Hann varði frábærlega í stöðunni 0-0. „Það var risastórt," sagði Sölvi.

„Enn og aftur kemur Ingvar til bjargar. Hann hefur sýnt það í gegnum tímann með Víkingum hversu öflugur og mikilvægur hann er. Í dag gerði hann það sem hann átti að gera, hann hélt búrinu hreinu."

Það eru fiðrildi í maganum
Sölvi stýrði Víkingum í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni. Sölvi var rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni í leiknum í kvöld.

„Utan á allavega. Það eru fiðrildi í maganum og manni er ekki alveg sama. Ég er rólegur og er að reyna að einbeita mér að leiknum," sagði Sölvi.

Arnar, aðalþjálfari Víkinga, var ekki í neinu sambandi við bekkinn. Víkingar fengu sekt fyrir það í fyrra að Arnar var í leikbanni og samt í sambandi við bekkinn.

„Við komum saman fyrir leikinn og fórum yfir hlutina sem við ætluðum að gera. Hann sagði við okkur að hann yrði ekki í neinu sambandi við okkur, hann ætlaði að fara alveg eftir reglunum og hann gerði það. Ég hef ekki enn heyrt í Arnari og ekki bekkurinn heldur. Hann tók þetta á sig og treysti teyminu til að stýra þessu. Það heppnaðist ágætlega."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en Víkingar eru komnir aftur á toppinn eftir þennan sigur.
Athugasemdir
banner
banner