Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 12. maí 2024 21:22
Kjartan Leifur Sigurðsson
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er það sáttur að það erfitt að halda aftur af brosinu hérna í þessu viðtali. Gífurlega sterk þrjú stig. Það er alltaf erfitt að sækja þrjú stig á KR vellinum." Segir Arnþór Ari eftir 2-1 sigur á KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 HK

„Mér fannst þetta sanngjarnt. Þeir eru með gífurlega gott lið og við þurftum að standa af okkur smá áhlaup. Við nýttum færin vel en áttum að gera út um leikinn og nýta liðsstyrkinn"

Eftir erfiða byrjun hafa HK nú unnið tvo leiki í röð, eitthvað sem mjög fáir áttu von á.

„Við höfum meiri trú á þessu. í fyrstu leikjunum var eins og við værum að spila með reipi um mittið. Núna ætlum við bara fram á völlinn og gefa meira í þetta en áður án þess að hafa áhyggjur. Við erum að sýna að við erum með gott lið.

HK-ingar eru að koma sparkspekingum á óvart sem höfðu afskrifað þá, eru þeir mögulega að koma sjálfum sér á óvart?

„Við erum alls ekki að koma okkur á óvart. Við erum með flottan og reynslumikinn hóp sem er vanmetið. Ofan á það eru ungir leikmenn að koma sterkir inn, eins og Maggi (Magnús Arnar Pétursson), Tumi (Þorvarsson) og Kristján Snær (Frostason). Þetta er sterkur hópur og þetta kemur mér ekki neitt á óvart"

„Næsti leikur er Valur heima og við sækjum til sigurs þar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner