Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 12. maí 2024 21:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Meistaraleg frammistaða hjá Víkingum - Blikar unnu í Árbænum
Aron ánægður með sendinguna
Aron ánægður með sendinguna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benjamin Stokke innsiglaði sigur Blika
Benjamin Stokke innsiglaði sigur Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur er komið með þriggja stiga forystu á toppnum í Bestu deildinni eftir sigur á FH í uppgjöri efstu liðanna.


Sigurður Bjartur Hallsson var nálægt því að koma FH yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann slapp einn í gegn eftir frábæra sendingu frá Birni Daníel Sverrissyni en skotið fór beint á Ingvar Jónsson í marki Víkinga.

Víkingur komst yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks þegar Aron Elís Þrándarson setti boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Jóni Guðna Fjólusyni í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Víking.

Rétt áður var umdeilt atvik þar sem Böðvar Böðvarsson braut á Matthíasi VIlhjálmssyni en hann fékk að líta gula spjaldið en stuðningsmenn Víkings vildu sjá annan lit á spjaldinu.

Það kom hins vegar rautt spjald síðar í leiknum þegar Nikolaj Hansen fékk sitt annað gula spjald. Einum manni færri tókst Helga Guðjónssyni að innsigla sigur Víkinga.

Breiðablik blandaði sér í toppbaráttuna með sigri á Fylki í Árbænum.

Eftir nokkuð lokaðan fyrri hálfleik var það Aron Bjarnason sem kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiksins.

Blikar gerðu svo út um leikinn í síðari hálfleik þar sem Daniel Obbekjær skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og Benjamin Stokke skoraði annað mark sitt á tímabilinu.

Víkingur R. 2 - 0 FH
1-0 Aron Elís Þrándarson ('45 )
2-0 Helgi Guðjónsson ('84 )
Rautt spjald: Nikolaj Andreas Hansen, Víkingur R. ('77)
Lestu um leikinn

Fylkir 0 - 3 Breiðablik
0-1 Aron Bjarnason ('45 )
0-2 Daniel Obbekjær ('55 )
0-3 Benjamin Stokke ('92 )
Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner
banner