Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 12. maí 2024 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mögnuð byrjun hjá Júlíusi - Sverrir Ingi vann sterkan sigur í Íslendingaslag
Mynd: Lemos Media
Mynd: Getty Images

Það er svakaleg baráttaa Íslendingaliða um titilinn í Danmörku en FCK er á toppnum eftir leiki dagsins.


Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Midtjyalland þegar liðið lagði AGF 2-1 en Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF. Midtjylland jafnaði FCK að stigum með þessum sigri en liðin eru með 58 stig. AGF er í 5. sæti með 38 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.

Stefán Teitur Þórðarson skoraði mark Silkeborg í 4-1 tapi gegn Nordsjælland. Silkeborg er í 6. sæti með 32 stig.

Fredrikstad er nýliði í efstu deild í Noregi en Júlíus Magnússon fyrirliði liðsins var á sínum stað í byrjunarliðinu þegar liðið lagði KFUM Oslo 4-1. Patrik Sigurður Gunnarsson var í rammanum þegar Viking lagði Stromsgodset 1-0. Logi Tómasson spilaði rúmar 70 mínútur í liði Stromsgodset.

Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti sem þjálfari Haugesund á dögunum en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn HamKam í dag. Hlynur Freyr Karlsson var í byrjunarliðinu og Anton Logi Lúðvíksson kom inn á sem varamaður. Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði HamKam og Brynjar Ingi Bjarnason kom inn á sem varamaður.

Fredrikstad er í 3. sæti með 14 stig eftir sjö umferðir. Viking í 5. sæti með 12 stig, Stromsgodset í 7. sæti með 10 stig. Haugesund er í 13. sæti með sjö stig og HamKam í 15. og næst neðsta sæti með 4 stig eftir átta leiki spilaða.

Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði Elfsborg þegar liðið tapaði 2-0 gegn Djurgarden í sænsku deildinni. Elfsborg er í 11. sæti með tíu stig eftir átta umferðir.

Hákon Arnar Haraldsson spilaði 80 mínútur þegar Lille vann 2-1 sigur á Nantes í frönsku deildinni. Liðið er í 3. sæti fyrir lokaumferðina en það er síðasta sætið sem gefur sæti í Meistaradeildinni. Brest er í 4. sæti með jafnmörg stig.


Athugasemdir
banner
banner