Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 12. maí 2024 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru bara vonbrigði að tapa. Við þurftum ekki að tapa þessum leik. Það voru forsendur í dag til að vinna Víking," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-0 tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Fossvogi í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Þarna voru tvö efstu lið Bestu deildarinnar að mætast, en þau voru bæði með tólf stig fyrir leikinn.

„Við spiluðum á löngum köflum mjög vel. Við vorum sjálfum okkur verstir. Víkingarnir eru öflugir í fyrirgjöfum og í föstum leikatriðum. Við náðum ekki að verjast því en fyrir utan það, þá sköpuðu þeir ekkert."

„Aðalvonbrigðin eru eftir að við verðum manni fleiri, að við látum boltann ekki ganga og þreytum þá; hreyfa þessa lágu blokk sem þeir voru komnir í. Þess í staðinn héldum við áfram að fara í lengri bolta og það var klaufalegt af okkar hálfu."

„Víkingar eru með virkilega gott lið og það er valinn maður í hverju rúmi. Við þurfum bara að halda áfram. Það má ekki gleyma því að Víkingar eru búnir að spila fjóra heimaleiki og við erum bara búnir að spila einn."

FH hefur komið nokkuð á óvart í byrjun tímabilsins.

„Þetta hefur alls ekkert komið mér á óvart. Við hefðum viljað gera betur í þessum leik. Við þurfum bara að safna kröftum og halda áfram. Þetta má ekki slá okkur út af laginu. Við höfum sýnt karakter g samstöðu í leikjunum. Við erum að vinna grunnvinuna. Þá gerast oft góðir hlutir hjá FH," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner