Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   sun 12. maí 2024 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru bara vonbrigði að tapa. Við þurftum ekki að tapa þessum leik. Það voru forsendur í dag til að vinna Víking," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-0 tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Fossvogi í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Þarna voru tvö efstu lið Bestu deildarinnar að mætast, en þau voru bæði með tólf stig fyrir leikinn.

„Við spiluðum á löngum köflum mjög vel. Við vorum sjálfum okkur verstir. Víkingarnir eru öflugir í fyrirgjöfum og í föstum leikatriðum. Við náðum ekki að verjast því en fyrir utan það, þá sköpuðu þeir ekkert."

„Aðalvonbrigðin eru eftir að við verðum manni fleiri, að við látum boltann ekki ganga og þreytum þá; hreyfa þessa lágu blokk sem þeir voru komnir í. Þess í staðinn héldum við áfram að fara í lengri bolta og það var klaufalegt af okkar hálfu."

„Víkingar eru með virkilega gott lið og það er valinn maður í hverju rúmi. Við þurfum bara að halda áfram. Það má ekki gleyma því að Víkingar eru búnir að spila fjóra heimaleiki og við erum bara búnir að spila einn."

FH hefur komið nokkuð á óvart í byrjun tímabilsins.

„Þetta hefur alls ekkert komið mér á óvart. Við hefðum viljað gera betur í þessum leik. Við þurfum bara að safna kröftum og halda áfram. Þetta má ekki slá okkur út af laginu. Við höfum sýnt karakter g samstöðu í leikjunum. Við erum að vinna grunnvinuna. Þá gerast oft góðir hlutir hjá FH," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner