Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 12. maí 2024 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Juventus aftur í Meistaradeildina - Roma tapaði í Evrópuslag
Mynd: EPA

Juventus tryggði sér sæti í Meistaradeildinni í kvöld og er liðið því aftur komið í Evrópukeppni eftir að hafa verið sparkað út úr Sambandsdeildinni á þessari leiktíð.


Juventus er með sjö stiga forystu á Roma sem situr í 6. sæti en Juventus rétt marði jafntefli gegn Salernitana í kvöld sem er þegar fallið í Seríu B.

Roma er hins vegar í erfiðri stöðu eftir tap gegn Atalanta.

Roma á eftir að spila tvo leiki en Atalanta er þremur stigum á undan í 5. og síðasta Meistaradeildarsætinu og á leik til góða. Roma gæti þó komist bakdyramegin í Meistaradeildina ef Atalanta vinnur Evrópudeildina.

Atalanta 2 - 1 Roma
1-0 Charles De Ketelaere ('18 )
2-0 Charles De Ketelaere ('20 )
2-1 Lorenzo Pellegrini ('66 , víti)

Juventus 1 - 1 Salernitana
0-1 Niccolo Pierozzi ('27 )
1-1 Adrien Rabiot ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner