Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
   sun 12. maí 2024 20:54
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langar að tileinka þessum sigri mæðrum drengjanna. Það er ekki auðvelt að eiga strák í fótbolta. Ég vil líka tileinka Kareni, Kristínu og Helgu þennan sigur, þær eiga börn með leikmönnunum mínum. Tileinkum þeim sigurinn vegna alls sem þær gera svo við getum komið með þessa frammistöðu á völlinn." Segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 2-1 sigur á KR á sjálfum mæðradeginum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 HK

„Þetta var ekki ósanngjarn sigur. Mér fannst við ekki fá mikið af færum á okkur en við sköpum sjálfir lítið. Klaufaskapur í markinu þegar við komumst yfir. Þegar maður leggur svona mikið á þið inni á vellinum þá færðu það sem þú átt skilið."

HK hafa nú tengt saman tvo óvænta sigra eftir slaka byrjun á mótinu.

„Við losum okkur við þann misskilning að það sé hægt að vinna leiki án þess að leggja allt í sölurnar. Við getum ekki komist upp með að spila á hálfum hraða. Við höfum sett viðmið í seinustu tveimur leikjum sem að við þurfum að standast eins lengi og hægt er."

„Það er bikarvika og við þurfum að jafna okkur. Við eigum Fylki í bikarnum. Það er mikilvægast núna að kortleggja andstæðingana og safna orku.

Það er bikarumferð framundan og Ómar er mjög til í það að HK fari í smá bikarævintýri.

„Við eigum ekki góðan árangur í bikarnum. Við fórum í undanúrslit fyrir tuttugu árum. Það er stefnan að komast eins langt og hægt er í bikarnum."




Athugasemdir
banner