Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 12. maí 2024 20:54
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langar að tileinka þessum sigri mæðrum drengjanna. Það er ekki auðvelt að eiga strák í fótbolta. Ég vil líka tileinka Kareni, Kristínu og Helgu þennan sigur, þær eiga börn með leikmönnunum mínum. Tileinkum þeim sigurinn vegna alls sem þær gera svo við getum komið með þessa frammistöðu á völlinn." Segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 2-1 sigur á KR á sjálfum mæðradeginum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 HK

„Þetta var ekki ósanngjarn sigur. Mér fannst við ekki fá mikið af færum á okkur en við sköpum sjálfir lítið. Klaufaskapur í markinu þegar við komumst yfir. Þegar maður leggur svona mikið á þið inni á vellinum þá færðu það sem þú átt skilið."

HK hafa nú tengt saman tvo óvænta sigra eftir slaka byrjun á mótinu.

„Við losum okkur við þann misskilning að það sé hægt að vinna leiki án þess að leggja allt í sölurnar. Við getum ekki komist upp með að spila á hálfum hraða. Við höfum sett viðmið í seinustu tveimur leikjum sem að við þurfum að standast eins lengi og hægt er."

„Það er bikarvika og við þurfum að jafna okkur. Við eigum Fylki í bikarnum. Það er mikilvægast núna að kortleggja andstæðingana og safna orku.

Það er bikarumferð framundan og Ómar er mjög til í það að HK fari í smá bikarævintýri.

„Við eigum ekki góðan árangur í bikarnum. Við fórum í undanúrslit fyrir tuttugu árum. Það er stefnan að komast eins langt og hægt er í bikarnum."




Athugasemdir
banner