Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 12. maí 2024 20:54
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langar að tileinka þessum sigri mæðrum drengjanna. Það er ekki auðvelt að eiga strák í fótbolta. Ég vil líka tileinka Kareni, Kristínu og Helgu þennan sigur, þær eiga börn með leikmönnunum mínum. Tileinkum þeim sigurinn vegna alls sem þær gera svo við getum komið með þessa frammistöðu á völlinn." Segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 2-1 sigur á KR á sjálfum mæðradeginum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 HK

„Þetta var ekki ósanngjarn sigur. Mér fannst við ekki fá mikið af færum á okkur en við sköpum sjálfir lítið. Klaufaskapur í markinu þegar við komumst yfir. Þegar maður leggur svona mikið á þið inni á vellinum þá færðu það sem þú átt skilið."

HK hafa nú tengt saman tvo óvænta sigra eftir slaka byrjun á mótinu.

„Við losum okkur við þann misskilning að það sé hægt að vinna leiki án þess að leggja allt í sölurnar. Við getum ekki komist upp með að spila á hálfum hraða. Við höfum sett viðmið í seinustu tveimur leikjum sem að við þurfum að standast eins lengi og hægt er."

„Það er bikarvika og við þurfum að jafna okkur. Við eigum Fylki í bikarnum. Það er mikilvægast núna að kortleggja andstæðingana og safna orku.

Það er bikarumferð framundan og Ómar er mjög til í það að HK fari í smá bikarævintýri.

„Við eigum ekki góðan árangur í bikarnum. Við fórum í undanúrslit fyrir tuttugu árum. Það er stefnan að komast eins langt og hægt er í bikarnum."




Athugasemdir
banner