Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United, sparaði ekki stóru orðin í hlaðvarpsþætti sínum The Wayne Rooney Show. Hann segir að sálin sé farin frá félaginu og að hann hafi enga trú á því að Rúben Amorim geti snúið genginu við.
Manchester United tapaði fyrir Brentford um helgina og hefur náð í 34 stig úr 33 leikjum með Amorim við stjórnvölinn. Liðið er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Manchester United tapaði fyrir Brentford um helgina og hefur náð í 34 stig úr 33 leikjum með Amorim við stjórnvölinn. Liðið er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
„Sumir af núverandi leikmönnum eiga ekki skilið að klæðast treyju félagsins. Það er ekkert sem gefur mér ástæðu til bjartsýni. Það þurfa að eiga sér stað stórar breytingar. Stjórinn, leikmenn, hvað sem það er. Það þarf að breyta til að fá Manchester United aftur," segir Rooney.
Fer á völlinn og býst við tapi
„Ég hef verið stjóri og það gekk ekki of vel, ég veit það. Rúben Amorim er á mínum aldri, hann er enn ungur stjóri og ég er viss um að hann eigi bjarta framtíð en það sem er í gangi hjá Man Utd er að þetta er ekki Man Utd."
„Auðvitað vona ég að hann geti snúið genginu við en eftir allt sem maður hefur séð þá hef ég enga trú á því að hann geti það. Ég sé ekki lekmenn berjast, ég sé ekki karakter, ég sé ekki þrá til að vinna. Ég er að mæta á leiki og ég býst við að liðið tapi eða kannski nái jafntefli."
Athugasemdir