Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fim 29. desember 2022 23:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Felix skoraði og mínútu þögn fyrir Pele

Fimmtánda umferð spænsku deildarinnar hófst í kvöld með þremur leikjum.


Athletic Bilbao og Real Betis gerðu markalaust jafntefli í Evrópubaráttunni en með þessum úrslit mistókst liðunum að komast í Meistaradeildarsæti.

Atletico Madrid nýtti sér það og styrkti stöðu sína í 3. sæti.

Staðan var markalaus í hálfleik þegar Atletico fékk botnlið Elche í heimsókn. Elche var manni færri í upphafi síðari hálfleiks eftir að Gonzalo Verde fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

Það varð síðan jafnt í liðum eftir að Mario Hermoso nældi í tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla.

Stuttu síðar skoraði Joao Felix fyrsta mark leiksins en það þykir ansi líklegt að hann sé á förum frá félaginu í janúar.

Alvaro Morata bætti öðru marki við og þar við sat. 2-0 sigur Atletico staðreynd.

Skömmu fyrir leikinn bárust fréttir af andláti brasilísku goðsagnarinnar Pele og var því mínútu þögn fyrir leikinn og það verður í öllum leikjunum í umferðinni um helgina.

Atletico Madrid 2 - 0 Elche
1-0 Joao Felix ('56 )
2-0 Alvaro Morata ('74 )
Rautt spjald: , ,Gonzalo Cacicedu Verdu, Elche ('45)Mario Hermoso, Atletico Madrid ('53)Domingos Quina, Elche ('90)

Girona 2 - 2 Rayo Vallecano
0-1 Sergio Camello ('2 )
1-1 Valentin Castellanos ('34 , víti)
1-2 Isi Palazon ('62 )
2-2 Samu Saiz ('75 , víti)

Betis 0 - 0 Athletic
Rautt spjald: Luiz Felipe, Betis ('90)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Betis 2 1 1 0 2 1 +1 4
2 Barcelona 1 1 0 0 3 0 +3 3
3 Vallecano 1 1 0 0 3 1 +2 3
4 Getafe 1 1 0 0 2 0 +2 3
5 Villarreal 1 1 0 0 2 0 +2 3
6 Athletic 1 1 0 0 3 2 +1 3
7 Espanyol 1 1 0 0 2 1 +1 3
8 Real Madrid 1 1 0 0 1 0 +1 3
9 Alaves 2 1 0 1 2 2 0 3
10 Elche 1 0 1 0 1 1 0 1
11 Real Sociedad 1 0 1 0 1 1 0 1
12 Valencia 1 0 1 0 1 1 0 1
13 Sevilla 1 0 0 1 2 3 -1 0
14 Atletico Madrid 1 0 0 1 1 2 -1 0
15 Levante 1 0 0 1 1 2 -1 0
16 Osasuna 1 0 0 1 0 1 -1 0
17 Girona 1 0 0 1 1 3 -2 0
18 Celta 1 0 0 1 0 2 -2 0
19 Oviedo 1 0 0 1 0 2 -2 0
20 Mallorca 1 0 0 1 0 3 -3 0
Athugasemdir
banner