fös 30. september 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Postecoglou eigi að taka við af Klopp
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: Getty Images
Paul Slane, fyrrum leikmaður Celtic, telur að Ástralinn Ange Postecoglou yrði öflugur eftirmaður fyrir Jurgen Klopp.

Klopp hefur stýrt Liverpool frá 2015 og hefur gert ótrúlega flotta hluti fyrir félagið.

Það verður erfitt að fylgja í hans fótspor - sama hver það verður - en Slane telur að Postecoglou sé mjög góður kostur. Hann hefur verið að gera fína hluti með Celtic í Skotlandi.

„Ég held að Postecoglou verði næsti stjóri Liverpool. Ég held það virkilega," sagði Slane við Grosvenor Sport.

„Ég held að hann sé nægilega öflugur stjóri til að taka við Liverpool."

Postecoglou var ráðinn stjóri Celtic fyrir síðasta tímabil og vann bæði deildina og bikarinn á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.

Stuðningsmenn Liverpool þurfa samt ekki að hafa áhyggjur af því að Klopp sé að hætta strax, hann er samningsbundinn til 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner