Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   lau 18. ágúst 2018 19:35
Ester Ósk Árnadóttir
Palli Gísla: Það þarf engan sjóntækjafræðing
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætluðum okkur klárlega að vinna þennan leik en við vorum ekki nógu klókir á síðasta þriðjungnum til að koma inn marki og fengum á okkur mark, það er það sem er sárast í þessu. Sárara verður það ekki,"  sagði Palli Gísla þjálfari Magna eftir 0-1 tap á móti Leiknir R.

Lestu um leikinn: Magni 0 -  1 Leiknir R.

Magni hélt vel í boltann en náði ekki að gera sér mat úr því á síðasta þriðjungnum.

„Það er blanda af því að ákvarðanatökurnar voru ekki nógu góðar og við ekki nógu klókir á síðasta þriðjungnum. Við lögðum allt í þetta og lögðum okkur fram en mark skilur að. Þess vegna er brekkan orðinn aðeins brattari fyrir okkur. Það hefði verið ljúft að ná í þrjú stig í dag en þetta er ekki búið. Það er þá bara að reyna að ná í þrjú stig í næsta leik, það er ekkert flóknara en það."  

Magni er í botnsætinu með 12 stig.

„Það þarf engan sjóntækjafræðing til að reikna út þessa stöðu en 15 stig hefðu verið álitlegra fyrir okkur. Við verðum klárir í að verja markið okkar og gefa liðunum alvöru leik það sem eftir er, við gefumst ekki upp fyrr en í rauðan dauðann."  

Magni spilar gegn Þór í næsta leik.

„Mér líst bara vel á það að fara á Þórsvöllinn. Það er aldrei að vita nema Magni nái í einhver stig þar. Við höfum séð allskyns útgáfur af úrslitum í leikjum Magna í sumar. Þó útileikir hafa ekki verið spennandi leikir þá getum við nú talið þetta sem hálfgerðan bæjarleik, þannig að ég vona að við séum tilbúnir í að gefa þeim alvöru leik."  

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner