Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mið 24. apríl 2024 19:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Branthwaite kom Everton yfir í grannaslagnum - VAR komið mikið við sögu
Mynd: Getty Images

Everton er komið með forystuna í leik liðsins gegn Liverpool á Goodison Park í kvöld.


Það var Jarrad Branthwaite sem skoraði markið af stuttu færi en boltinn fór undir Alisson í marki Liverpool og í stöngina og rúllaði yfir línuna áður en Dominic Calvert-Lewin reyndi að stela markinu af Branthwaite.

Fyrr í leiknum fékk Calvert-Lewin vítaspyrnu þegar Alisson braut á honum en hann VAR dæmdi hann rangstæðan í aðdragandanum og dómurinn tekinn til baka.

Liverpool hefur ekki tekist að ógna Jordan Pickford í marki Everton þrátt fyrir að halda boltanum meiri hlutann í leiknum.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner