Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mið 24. apríl 2024 20:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hálfleikur: Gylfi með stoðsendingu gegn gömlu félögunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur er með tveggja marka forystu gegn FH í Bestu deildarslag dagsins í hálfleik í Mjólkurbikarnum.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 FH

Það var Hólmar Örn Eyjólfsson sem kom Val yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni sem er að spila sinn fyrsta leik gegn uppeldisfélagi sínu.

Markið kom eftir fimm mínútna leik en þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleiknum var staðan orðin 2-0.

Patrik Pedersen skoraði markið eftir sendingu frá Jónatani Inga Jónssyni.

„Vuk tapar boltanum á eiginn vallarhelmingi og heimamenn eru fljótir að bregðast við. Jónatan fær boltann út vinstra megin og rennir honum fyrir á Pederesen sem skorar í autt markið," skrifaði Þorsteinn Haukur Harðarson í textalýsingunni.

KR er 3-1 yfir gegn KÁ eftir að hafa lent undir og George Nunn sá til þess að HK er með forystuna gegn Þrótti.


Athugasemdir
banner
banner