Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. nóvember 2018 23:30
Arnar Helgi Magnússon
Koeman bjóst ekki við sínum mönnum svona sterkum
Koeman þjálfar nú hollenska landsliðið.
Koeman þjálfar nú hollenska landsliðið.
Mynd: Getty Images
Holland tók á móti Frakklandi í Þjóðardeildinni í gærkvöldi. Hollendingar voru með yfirhöndina allan leikinn og hefðu vel getað skorað fleiri mörk.

Lokatölur 2-0. Fyrra mark Hollendingar kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Ryan Babel fékk þá frábæra sendingu inn fyrir en skot hans var varið áður en Georginio Wijnaldum kom knettinum í markið.

Undir lok leiks braut svo Moussa Sissoko á Frankie de Jong. Memphis Depay skoraði örugglega úr spyrnunni og lokatölur því 2-0. Fyrsta liðið til að vinna Frakkland síðan í mars er Kólumbía vann liðið í vináttuleik.

„Ég bjóst ekki við því að við myndum vera betra liðið í 90 mínútur. Við vorum frábærir. Við lásum allar aðgerðir Frakkana. Þetta er risa skref, við erum alltaf að tala um þetta næsta skref."

„Lloris var frábær í markinu hjá þeim. Við fengum urmul af færum og þetta hefði auðveldlega geta endað 4-0."

Síðustu mánuðir hafa verið góðir fyrir Hollendinga og liðið hefur verið að bæta sig með hverjum leiknum með Mephis Depay og Virgil Van Dijk sem algjöra lykilmenn.

Það verður að teljast ansi líklegt að lið Hollendinga verði sjáanlegt á næstu stórmótum en þeir hafa verið fjarverandi undanfarin móti.

Hollendingar eru í öðru sæti í riðli 1 með 6 stig, stigi á eftir Frökkum en Hollendingar eiga þó leik til góða gegn Þjóðverjum og geta komið sér í úrslitakeppnina með hagstæðum úrslitum.



Athugasemdir
banner
banner
banner