Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. júní 2019 11:45
Elvar Geir Magnússon
Donny van de Beek orðaður við Real Madrid
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: Getty Images
Real Madrid er sagt vera með plan B í Donny van de Beek ef ekki tekst að kaupa Paul Pogba frá Manchester United.

Van de Beek er 22 ára hollenskur landsliðsmaður en hann skoraði sautján mörk fyrir Ajax á síðasta tímabili, þar á meðal gegn Tottenham í undaúrslitum Meistaradeildarinnar.

Van de Beek er talinn vera með 60-70 milljóna evra verðmiða á sér. Miðjumaðurinn hefur verið allan atvinnumannaferilinn hjá Ajax.

Real Madrid hefur þegar eytt yfir 300 milljónum evra í leikmannakaup í sumar en Eden Hazard, Luka Jovic, Ferland Mendy, Rodrygo Goes og Eder Militao eru komnir til félagsins.

Liðsfélagi Van de Beek, Frenkie de Jong, gengur í raðir Barcelona í sumar.
Athugasemdir
banner
banner