Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. október 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Malaga nær ekki í lið - Fær ekki frestun
Úr leik hjá Malaga þegar liðið var síðast í La Liga árið 2017.
Úr leik hjá Malaga þegar liðið var síðast í La Liga árið 2017.
Mynd: Getty Images
Spænska knattspyrnusambandið hefur hafnað beiðni Malaga um að fresta leik liðsins gegn Cadiz í spænsku B-deildinni um helgina.

Malaga segist ekki eiga nægilega marga leikhæfa leikmenn til að spila leikinn vegna meiðsla, leikbanna og landsliðsverkefna.

Reglurnar á Spáni segja að minnsta kosti sjö leikmenn í byrjunarliðinu verði að vera úr aðalliðinu og því getur Malaga ekki notað nema hluta af leikmönnum úr unglingaliðinu.

Malaga er í gífurlegum fjárhagsvandræðum en félagið þarf að fá fimm milljónir punda fyrir janúar til að forðast gjaldþrot.

Á dögunum varð félagið að láta japanska framherjann Shinji Okazaki fara þar sem ekki var hægt að tryggja að hann myndi fá laun sín útborguð.

Á síðasta tímabili var Reus rekið úr spænsku B-deildinni vegna fjárhagsvandræða og Malaga gæti nú farið sömu leið.
Athugasemdir
banner
banner
banner