Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum þegar Al-Orobah vann dýrmætan sigur gegn Al-Riyadh í sádí arabísku deildinni í kvöld.
Al-Orobah náði forystunni en var 2-1 undir í hálfleik. Þeim tókst að jafna metin eftir klukkutíma leik og Jóhann Berg kom liðinu í 3-2 með marki undir lokin.
Jóhann Berg var tekinn af velli á 87. mínútur, þremur mínútum eftir að hafa skorað og Omar Al Somah innsiglaði 4-2 sigur Al-Orobah stuttu síðar.
Al-Orobah er í 15. sæti með 30 stig, stigi frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir.
Birkir Bjarnason kom inn á 54. mínútu þegar Brescia vann Cittadeella 1-0 í ítölsku B-deildinni. Brescia er í 15. sæti með 38 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið er með jafn mörg stig og Reggiana sem er í fallumspilssæti.
Andri Lucas Guðjohnsen kom ekkert við sögu þegar Gent tapaði 4-1 gegn Club Brugge í belgísku deildinni. Gent er í 6. sæti með 26 stig þegar þrjár umferðir eru eftir og á ekki möguleika á Evrópusæti.
Ísak Snær Þorvaldsson var ekki með Rosenborg vegna meiðsla þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Kristianstad í norsku deildinni. Rosenborg er í 3. sæti með 11 stig eftir fimm umferðir.
Athugasemdir