Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Guðrún og Ísabella fengu stóran skell í undanúrslitum
Kvenaboltinn
Guðrún og Ísabella eru úr leik í bikarnum
Guðrún og Ísabella eru úr leik í bikarnum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir eru úr leik í sænska bikarnum eftir að Rosengård tapaði fyrir Hammarby, 5-0, í undanúrslitum keppninnar í dag.

Smá hikst hefur verið á Rosengård í byrjun leiktíðar eftir að hafa verið langbesta lið Svíþjóðar á síðasta tímabili.

Um miðjan apríl tapaði Rosengård fyrir Hammarby með fjórum mörkum gegn engu og var þetta svipað í dag.

Hammarby skoraði fimm í leiknum og er greinilega að taka við kyndlinum.

Guðrún Arnardóttir lék í vörninni hjá Rosengård og þá kom Ísabella Sara inn af bekknum í síðari hálfleik.

Rosengård er úr leik en Hammarby komið áfram í úrslitaleikinn þar sem það mætir Norrköping. Leikurinn verður spilaður 6. júní næstkomandi.
Athugasemdir
banner