Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   fim 01. júní 2023 13:50
Elvar Geir Magnússon
Heitinga rekinn frá Ajax (Staðfest)
Mynd: EPA
John Heitinga hefur verið látinn fara frá Ajax eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.

Alfred Schreuder, sem tók við sem stjóri Ajax þegar Erik ten Hag tók við Manchester United fyrir ári síðan, var rekinn í janúar og Heitinga ráðinn í staðinn.

Ajax endaði í þriðja sæti á tímabilinu og missti af Meistaradeildarsæti í fyrsta sinn síðan 2009. Þá mistókst Ajax á þessu tímabili að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og tapaði gegn Union Berlín frá Þýskalandi í umspili fyrir útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Þetta var mikið vonbrigðatímabil hjá Ajax en fyrr í vikunni sagði Edwin van der Sar upp sem framkvæmdastjóri félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner