Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. október 2019 20:09
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Aurier slapp við spjald
Mynd: Getty Images
Viðureign Tottenham og Bayern München í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er í gangi og er staðan 1-2 fyrir Bayern eftir fjörugan fyrri hálfleik.

Það er atvik úr leiknum sem hefur vakið athygli. Serge Aurier, hægri bakvörður Tottenham, traðkaði þá illa á David Alaba, vinstri bakverði Bayern.

Dómari leiksins, Clement Turpin frá Frakklandi, dæmdi aukaspyrnu en gaf Aurier ekki spjald. Alaba var skipt út í hálfleik fyrir Thiago Alcantara.

Brotið má sjá hér fyrir neðan en einhverjir dómarar hefðu eflaust gefið rautt spjald. Aurier fékk rautt spjald á 30. mínútu er Tottenham lagði Southampton að velli um helgina.


Athugasemdir
banner
banner
banner