Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskiptin á Skaganum
Turnar Segja Sögur - Kamerún 1990
   lau 02. júlí 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Saga aðstoðarþjálfarans - Frá KF Nörd á Evrópumótið í Englandi
Icelandair
Ásmundur Haraldsson.
Ásmundur Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viltu kynnast aðstoðarþjálfara landsliðsins betur? Þá er óhætt að mæla með hlustun á þessum þætti.

Ásmundur Haraldsson var svokölluð barnastjarna í KR en fór svo í háskólanám til Bandaríkjanna þar sem hann varð mikill Kani. Hann bjóst ekki við því að koma aftur heim en endaði nú á því að gera það.

Ásmundur var senter á sínum leikmannaferli og var einu sinni markakóngur 3. deildar. Fljótlega beindist hugurinn að þjálfun þó skórnir hafi seint farið upp á hillu.

Flestir landsmenn kynntust Ása fyrst þegar hann var þjálfari í þáttunum KF Nörd sem fóru sigurför um Ísland, en í dag er hann aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins sem tekur þátt á EM seinna í þessum mánuði. Þetta er annað Evrópumótið sem Ási er að fara á í þessu hlutverki.

Ásmundur, sem er mikilvægur hlekkur í þessu frábæra landsliði, settist niður með undirrituðum á hóteli landsliðsins í Herzogenaurach þar sem liðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið.

Hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum fyrir ofan eða í öllum hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir