Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 18. maí 2024 08:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hvítasunnuhringborð á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net
Elvar Geir Magnússon stýrir hringborðsumræðum í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag klukkan 12. Þátturinn er á dagskrá alla laugardaga.

Við hringborðið verður farið yfir fréttir vikunnar en meðal annarra umræðuefna er: Þeir bestu og mestu vonbrigðin í Bestu deildinni, leikir vikunnar í Mjólkurbikarnum, komandi umferð í Bestu, Lengjudeildin og lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni.

Með Elvari við hringborðið verða Baldvin Borgarsson þjálfari og sérfræðingur og Sæbjörn Steinke og Sverrir Örn Einarsson fréttamenn Fótbolta.net.

Stillið inn á X977 eða hlustið á upptöku á Fótbolta.net og öllum hlaðvarpsveitum að þætti loknum.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner