banner
   lau 18. maí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Alli verður áfram í endurhæfingu hjá Everton - Gueye framlengir
Dele Alli
Dele Alli
Mynd: Getty Images
Idrissa Gana Gueye verður áfram hjá Everton
Idrissa Gana Gueye verður áfram hjá Everton
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Dele Alli verður áfram í endurhæfingu hjá Everton þó svo samningur hans við félagið sé að renna út en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í gær.

Alli hefur ekkert verið með á þessu tímabili vegna meiðsla í nára en hann er í endurhæfingu hjá félaginu.

Samningur hans rennur út eftir tímabilið en hann mun samt áfram njóta stuðnings frá félaginu áður en ákvörðun verður tekin með framhaldið.

„Samningur Dele er að renna sitt skeið en læknateymið mun halda áfram að styðja hann á meðan hann klárar endurhæfingarferlið, eftir aðgerðina sem hann fór í fyrr á þessu ári. Ég og Sean [Dyche] erum sammála um mikilvægi þess að tryggja það að samningsstaða Dele hafi ekki áhrif samningsstöðu hans á svona mikilvægum tímapunkti endurhæfingunnar,“ sagði Kevin Thilwell, yfirmaður fótboltamála hjá Everton.

Portúgalinn Andre Gomes og enski markvörðurinn Andy Lonergan yfirgefa félagið í sumar er samningur þeirra rennur út.

Arnaut Danjuma, sem er á láni frá Villarreal, mun halda aftur til spænska félagsins í sumar og þá mun Jack Harrison fara aftur til Leeds, en Everton greindi hins vegar frá því að það væri í viðræðum við Leeds um að gera skiptin varanleg.

Þá hefur félagið nýtt ákvæði í samningi Idrissa Gana Gueye en samningur hans hefur nú verið framlengdur út næstu leiktíð.

Everton hefur boðið þeim Ashley Young og Seamus Coleman nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner