Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 01. nóvember 2025 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Vanja bjargaði Napoli - Spalletti byrjar á sigri
Mynd: EPA
Mynd: Juventus
Mynd: EPA
Síðustu tveimur leikjunum er lokið í efstu deild ítalska boltans í dag þar sem Ítalíumeistarar Napoli lentu í miklu basli gegn Como og voru heppnir að sleppa með stig.

Lærisveinar Antonio Conte áttu í miklum erfiðleikum með að skapa sér góð færi gegn Como og fengu gestirnir besta færi leiksins þegar Álvaro Morata féll til jarðar innan vítateigs.

Vítaspyrna var dæmd en Morata fór illa að ráði sínu og átti Vanja Milinkovic-Savic í engum vandræðum með að verja.

Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Napoli fær vítaspyrnu á sig, en Milinkovic-Savic hefur varið síðustu tvær.

Hvorugu liði tókst að skora í Napólí svo lokatölur urðu 0-0. Napoli er á toppi deildarinnar sem stendur, með 22 stig eftir 10 umferðir. Como er með 17 stig.

Í seinni leik kvöldsins heimsótti Juventus nýliða Cremonese í fyrsta leik Luciano Spalletti við stjórnvölinn.

Filip Kostic kom Juve yfir strax á annarri mínútu leiksins og var staðan 0-1 í hálfleik. Juve var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en heimamenn í Cremona mættu sprækir til leiks í seinni hálfleik og sköpuðu hættulegar stöður.

Andrea Cambiaso tvöfaldaði forystu Juve áður en Jamie Vardy minnkaði muninn og urðu lokatölur 1-2. Vardy er búinn að skora tvö mörk í síðustu þremur leikjum.

Juve er í fimmta sæti eftir sigurinn, með 18 stig. Cremonese hefur komið á óvart á upphafi tímabils og er með 14 stig.

Napoli 0 - 0 Como
0-0 Alvaro Morata ('26 , Misnotað víti)

Cremonese 1 - 2 Juventus
0-1 Filip Kostic ('2 )
0-2 Andrea Cambiaso ('68 )
1-2 Jamie Vardy ('83 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Roma 9 7 0 2 10 4 +6 21
3 Inter 9 6 0 3 22 11 +11 18
4 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
5 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
6 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
7 Bologna 9 4 3 2 13 7 +6 15
8 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
9 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
10 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
11 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
12 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
13 Torino 9 3 3 3 8 14 -6 12
14 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
15 Parma 9 1 4 4 4 9 -5 7
16 Lecce 9 1 3 5 7 14 -7 6
17 Pisa 9 0 5 4 5 12 -7 5
18 Verona 9 0 5 4 5 14 -9 5
19 Fiorentina 9 0 4 5 7 15 -8 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner