Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 04. nóvember 2025 21:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Mac Allister kom Liverpool yfir
Boltinn á leið í netið
Boltinn á leið í netið
Mynd: EPA
Liverpool er komið með forystuna gegn Real Madrid á Anfield í Meistaradeildinni.

Staðan var markalaus í hálfleik en það var umdeilt atvik eftir hálftíma leik þegar Aurelien Tchouameni fékk boltann í höndina innan vítateigs en ekkert dæmt.

Liverpool hefur verið betri aðilinn en Thibaut Courtois hefur verið í miklu stuði í marki Real Madrid.

Hann var hins vegar sigraður þegar Alexis Mac Allister skoraði með skalla eftir aukaspyrnu frá Dominik Szoboszlai.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner