Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. maí 2020 16:17
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn á Spáni lýsa yfir áhyggjum
Leikmenn Eibar hafa áhyggjur.
Leikmenn Eibar hafa áhyggjur.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Leikmenn spænska félagsins Eibar hafa opinberlega lýst yfir áhyggjum sínum yfir áætlunum um að hefja æfingar á Spáni aftur. Leikmennirnir kalla eftir því að forráðamenn La Liga axli ábyrgð.

Leikmenn á Spáni mega hefja einstaklingsæfingar í þessari viku eftir að þeir hafa gengist undir sýnatöku. Áætlað er að keppni í deildinni hefjist aftur í júní, bak við luktar dyr.

Leikmenn Eibar hafa þó efasemdir um þetta plan og segja nær ómögulegt að hefja æfingar aftur án þess að óhlýðnast fyrirmælum sérfræðinga og yfirvalda.

„Það veldur okkur áhyggjum að sýkjast mögulega og smita vini okkar og fjölskyldur. Við óttumst að skapa jafnvel nýja bylgju af faraldrinum og það gæti haft skelfileg áhrif á þjóðina," segir í yfirlýsingu Eibar.

„Heilsa almennings er það mikilvægasta og nú er málið að sýna það í verki en ekki með orðum. Við krefjumst þess að heilsa og öryggi okkar sé tryggt og við köllum eftir því að deildin axli ábyrgð."

La Liga segist gera allt til að hindra útbreiðslu veirunnar en eðlilegt sé að leikmenn sýni varkárni og jafnvel ótta.

„Það verður til dæmis öruggara að spila fótbolta en að fara út í búð eða í apótekið," segir talsmaður deildarinnar.

Eibar er með minnsta leikvanginn í La Liga og eitt minnsta fjármagnið. Liðið hefur verið í deildinni síðan 2014 en þar er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner