Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 18. maí 2024 12:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jesus Navas spilar hjá Sevilla út ferilinn - Gefur launin frá sér
Jesus Navas
Jesus Navas
Mynd: EPA

Jesus Navas hefur skrifað undir svokallaðan lífstíðarsamning við Sevilla og mun því leggja skóna á hilluna sem leikmaður félagsins.


Greint var frá því fyrir helgi að hann myndi ekki fá nýjan samning og myndi yfirgefa félagið þegar samningur hans myndi renna út í sumar.

Nú hefur staðan breyst og hefur hann fengið samning út árið. Hann mun spila fyrir félagið þangað til í desember en hann mun gefa launin sín til styrktarfélags liðsins.

Navas er er 38 ára og spilaði mest megnis á hægri kanti á ferlinum en hefur verið að spila í hægri bakverði seinni hluta ferilsins. Hann er uppalinn hjá Sevilla en gekk til liðs við Man City árið 2013 en snéri aftur heim árið 2017.

Hann mun af ferlinum loknum sá starf hjá Sevilla að eigin vali.


Athugasemdir
banner
banner