lau 18. maí 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Chopart ekki með í næstu leikjum vegna hnémeiðsla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn reynslumikli Kennie Chopart, sem fylgdi Rúnari Kristinssyni frá KR til Fram, var ekki í leikmannahópnum í gær þegar Fram vann ÍH 3-0 í Mjólkurbikarnum.

„Kennie er tæpur í hnénu og gæti verið frá í einhvern tíma. Við erum að bíða eftir niðurstöðu úr myndatöku en einhverjar vikur gætu þetta orðið," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram í samtali við RÚV.

„Jannik er ennþá meiddur og verður það í einhvern tíma. Annars eru allir aðrir komnir á ról. Virkilega gaman að Hlynur og Aron Kári eru komnir á fullt aftur. Það styttist í að þeir verði leikfærari og geta tekið þátt í fleiri mínútum en í dag," sagði Rúnar í viðtali við Fótbolta.net sem sjá má í heild hér að neðan.

Framarar hafa farið býsna vel af stað þetta tímabilið og er í fimmta sæti Bestu deildarinnar en þeir munu á þriðjudaginn leika gegn ÍA í 7. umferð.
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Athugasemdir
banner
banner