Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 18. maí 2024 12:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Foden valinn leikmaður ársins í úrvalsdeildinni
Mynd: Phil Foden

Phil Foden leikmaður Manchester City hefur verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.


Þessi 23 ára gamli Englendingur hefur verið frábær í liði Man City sem hefur möguleika á að vinna fjórða Englandsmeistaratitil sinn í röð þegar liðið mætir West Ham á morgun.

Liðið er með tveggja stiga forystu á Arsenal en lokaumferðin fer fram á morgun.

Foden hefur komið við sögu í 34 leikjum í úrvalsdeildinni, skorað 17 mörk og lagt upp átta.

Hann hefur verið tvisvar sinnum verið valinn ungi leikmaður ársins, árið 2021 og 2022. Hann var tilnefndur sem leikmaður ársins ásamt Erling Haaland, Alexander Isak, Martin Ödegaard, Cole Palmer, Delcan Rice, Virgil Van Dijk og Ollie Watkins.

„Ég er gríðarlega stoltur að vinna þessi verðlaun. Úrvalsdeildin er viðurkennd sem besta deild í heimi og það er mín ánægja að vera tilfendur ásamt mörgum öðrum frábærum leikmönnum sem hafa átt einstakt tímabil fyrir sín félög," sagði Foden.


Athugasemdir
banner
banner
banner