Guardian segir að Manchester United telji að Benjamin Sesko vilji frekar fara til sín en ganga í raðir Newcastle. RB Leipzig er með tilboð á borðinu frá báðum félögum.
Eftir að Manchester United gerði tilboð áðan þá lokaði Betfair veðbankinn á veðmál um að Sesko myndi enda á Old Trafford.
Eftir að Manchester United gerði tilboð áðan þá lokaði Betfair veðbankinn á veðmál um að Sesko myndi enda á Old Trafford.
Manchester United vill halda áfram að bæta við sóknarþunga sinn en félagið hefur þegar tryggt sér Bryan Mbeumo og Matheus Cunha í sumar.
Breska ríkisútvarpið segir að tilboð United gæti með öllu farið upp í 73,8 milljónir punda. Þýska félagið sé öruggt með að fá 65,2 milljónir ef það tekur tilboðinu í slóvenska landsliðsmanninn.
Sesko er 22 ára og er markahæsti sóknarmaðurinn sem er undir 23 ára og spilar í einhverri af sterkustu deild Evrópu. Hann hefur skorað 39 deildarmörk síðan í ágúst 2023.
Athugasemdir