Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   mið 10. desember 2025 23:27
Ívan Guðjón Baldursson
Madueke: Markmiðið að vinna úrvalsdeildina og Meistaradeildina
Mynd: Arsenal
Noni Madueke kantmaður Arsenal skoraði tvennu í þriggja marka sigri á útivelli gegn Club Brugge í kvöld.

Arsenal er með fullt hús stiga eftir sex umferðir í Meistaradeildinni og trónir þar að auki á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Madueke hefur trú á því að liðið geti unnið báðar þessar keppnir á tímabilinu.

„Fyrsta markið var mjög laglegt. Það seinna var auðvelt af stuttu færi en það fyrra var sætt. Ég er himinlifandi með sigurinn. Það minnsta sem ég get gert fyrir liðið er að ógna marki andstæðinganna og reyna að skora mörk, það tókst í dag. Ég þarf að skora meira og ráða oftar úrslitum leikja bæði fyrir Arsenal og enska landsliðið, ég hef trú á að ég geti komist á næsta gæðastig ef ég held áfram á þessari braut," sagði Madueke að leikslokum.

„Við erum með frábæran leikmannahóp hérna þar sem vinaböndin eru sterk. Okkur er annt um hvorn annan og við viljum að liðsfélagarnir okkar geri vel. Þetta snýst um að gera vel sem liðsheild, við vitum að það verða mínútur í boði fyrir okkur alla á tímabilinu. Við höfum allir okkar hlutverk og erum sáttir við það, það er mjög jákvætt."

Madueke skoraði líka í sigri gegn FC Bayern í síðustu umferð en hann á enn eftir að skora eða leggja upp fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég skoraði líka í síðasta leik í Meistaradeildinni og ég vona að ég geti endurtekið leikinn í úrvalsdeildinni. Við erum með háleit markmið.

„Við erum að berjast á ýmsum vígstöðum og mér líður eins og við höfum það sem þarf til að vinna Meistaradeildina og úrvalsdeildina. Það er markmiðið."

Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 6 6 0 0 17 1 +16 18
2 Bayern 6 5 0 1 18 7 +11 15
3 PSG 6 4 1 1 19 8 +11 13
4 Man City 6 4 1 1 12 6 +6 13
5 Atalanta 6 4 1 1 8 6 +2 13
6 Inter 6 4 0 2 12 4 +8 12
7 Real Madrid 6 4 0 2 13 7 +6 12
8 Atletico Madrid 6 4 0 2 15 12 +3 12
9 Liverpool 6 4 0 2 11 8 +3 12
10 Tottenham 6 3 2 1 13 7 +6 11
11 Dortmund 6 3 2 1 19 13 +6 11
12 Newcastle 6 3 1 2 13 6 +7 10
13 Chelsea 6 3 1 2 13 8 +5 10
14 Sporting 6 3 1 2 12 8 +4 10
15 Barcelona 6 3 1 2 14 11 +3 10
16 Marseille 6 3 0 3 11 8 +3 9
17 Juventus 6 2 3 1 12 10 +2 9
18 Galatasaray 6 3 0 3 8 8 0 9
19 Mónakó 6 2 3 1 7 8 -1 9
20 Leverkusen 6 2 3 1 10 12 -2 9
21 PSV 6 2 2 2 15 11 +4 8
22 Qarabag 6 2 1 3 10 13 -3 7
23 Napoli 6 2 1 3 6 11 -5 7
24 FCK 6 2 1 3 10 16 -6 7
25 Benfica 6 2 0 4 6 8 -2 6
26 Pafos FC 6 1 3 2 4 9 -5 6
27 St. Gilloise 6 2 0 4 7 15 -8 6
28 Athletic 6 1 2 3 4 9 -5 5
29 Olympiakos 6 1 2 3 6 13 -7 5
30 Club Brugge 6 1 1 4 8 16 -8 4
31 Eintracht Frankfurt 6 1 1 4 8 16 -8 4
32 Bodö/Glimt 6 0 3 3 9 13 -4 3
33 Slavia Prag 6 0 3 3 2 11 -9 3
34 Ajax 6 1 0 5 5 18 -13 3
35 Villarreal 6 0 1 5 4 13 -9 1
36 Kairat 6 0 1 5 4 15 -11 1
Athugasemdir
banner
banner