La Gazzetta dello Sport segir að ítalska félagið Roma hyggist undirbúa það að rifta lánssamningi sóknarmannsins Evan Ferguson í janúar.
Blaðið segir að mögulega eigi Ferguson aðeins fjóra leiki eftir hjá Roma eða þar til félagaskiptamarkaðurinn opnar.
Blaðið segir að mögulega eigi Ferguson aðeins fjóra leiki eftir hjá Roma eða þar til félagaskiptamarkaðurinn opnar.
Blaðið segir að Roma hafi orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu sóknarmannsins en hann er hjá félaginu frá Brighton. Enska félagið þarf að samþykkja riftunina.
Ferguson hefur meðal annars verið að glíma við ökklameiðsli sem hafa verið hindrun. Hann skoraði sitt fyrsta mark í ítölsku A-deildinni, gegn Cremonese, fyrr í þessum mánuði en það er eina mark hans í fjórtán leikjum.
Roma ku vilja kaupa annan framherja í janúar en Josua Zirkzee (Man United), Yuri Alberto (Corinthians) og Giacomo Raspadori (Atletico Madrid) hafa verið orðaðir við félagið.
Athugasemdir




