Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 20:14
Ívan Guðjón Baldursson
Kristófer Dagur í Val (Staðfest)
Mynd: Valur
Valur er búið að semja við Kristófer Dag Arnarsson sem skiptir yfir til stórveldisins frá uppeldisfélagi sínu, Fjölni.

Kristófer Dagur er 21 árs gamall miðjumaður sem átti mjög gott tímabil í Lengjudeildinni í ár.

„Við sjáum í Kristófer spennandi leikmann sem við teljum eiga mikið inni. Hann býr yfir metnaði, vinnusemi og sterku keppnisskapi sem fellur fullkomlega að markmiðum félagsins, og hlökkum við til að sjá hann láta til sín taka á vellinum," segir meðal annars í tilkynningu frá Val.

Gareth Owen, tæknistjóri Vals, tjáði sig einnig um félagaskiptin við undirskrift á samningi.

„Við erum mjög ánægð að fá Kristófer til Vals. Hann hefur æft með okkur undanfarið og staðið sig frábærlega frá fyrsta degi á Hlíðarenda. Hann er einbeittur í að bæta sig frekar og við trúum því að Valur sé rétti staðurinn fyrir hann til að ná enn lengra."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner