Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   mið 10. desember 2025 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Shamrock ósáttur með Heimi Hallgrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Stephen Bradley þjálfari Shamrock Rovers er staddur á Íslandi þessa dagana er leikmenn hans undirbúa sig fyrir útileik gegn Breiðabliki í Sambandsdeildinni.

Hann svaraði spurningum á fréttamannafundi á Laugardalsvelli og kvartaði þar meðal annars undan Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara Írlands og áformum hans um að nota leikmenn úr írsku deildinni í óopinberum æfingalandsleikjum í janúar.

Heimir er staddur í Vestmannaeyjum þessa dagana og ætlaði að mæta á leikinn en endaði á að vera veðurtepptur í Eyjum.

Heimir vill búa til æfingahóp sem samanstendur af leikmönnum úr írsku deildinni til að gefa þeim landsliðsreynslu. Hann gerði slíkt hið sama við stjórnvölinn hjá íslenska landsliðinu og með Jamaíku.

„Ég skil hugmyndina á bakvið þetta og ég veit að hann hefur gert þetta áður, en það verður að ræða um svona hluti áður en farið er í fjölmiðla. Hvernig datt engum í hug að setja sig í samband við aðalþjálfarana í írsku deildinni til að ræða um þessi áform?" spurði Bradley.

„Þetta er algjörlega út í hött að mínu mati. Af hverju er ekkert samtal búið að eiga sér stað áður en menn byrja að tala um þetta í fjölmiðlum? Þetta er gjörsamlega hlægilegt. Þetta er fyrir neðan allar hellur. Núna er þetta samtal að eiga sér stað í gegnum fjölmiðla sem er fáránlegt.

„Leikmenn mínir munu ekki taka þátt í þessum æfingahóp, við eigum erfitt tímabil að baki og erfitt tímabil framundan, strákarnir þurfa hvíld."


Shamrock er besta lið írska boltans og má búast við að ýmsir leikmenn aðalliðsins kallaðir upp í æfingahópinn ef áformin verða að veruleika.
Athugasemdir
banner
banner
banner