Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   mið 10. desember 2025 14:51
Kári Snorrason
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gerði jafntefli við Samsunspor í síðasta leik.
Breiðablik gerði jafntefli við Samsunspor í síðasta leik.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Breiðablik mætir írska liðinu Shamrock Rovers í fimmtu umferð Sambandsdeildarinnar á morgun. Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, var til tals eftir blaðamannafundi liðsins fyrr í dag og Fótbolti.net ræddi við hann.

„Þetta eru skemmtilegir leikir í Sambandsdeildinni, við erum brattir.“

Breiðablik mætti Shamrock fyrir tveimur árum í forkeppni Meistaradeildarinnar og bar þá sigur úr býtum. Á blaðamannafundinum sagði Ólafur margt vatn hafa runnið til sjávar síðan þá og býst við öðruvísi Írum.

„Ég býst við að þeir vilji reyna hleypa þessu upp. Þetta er líkamlega sterkt írskt lið - þeir eru góðir í návígum, góðir í að vinna seinni bolta og beinskeyttir. Við þurfum að vera klárir í slaginn og í þessa grunnvinnu sem skiptir miklu máli.“

„Ég á von á því að þeir bakki á okkur og að við komum til með að halda aðeins meira í boltann. Við erum undirbúnir fyrir það, en það gæti verið að þeir sjái leikinn öðruvísi fyrir sér: Vilji stíga aðeins á okkur, en það verður að koma í ljós.“

Setjiði kröfu á sigur?

„Við setjum alltaf kröfur á sigur. Það sem skiptir mestu í þessu er að við gerum okkar. Ef að við náum upp góðri frammistöðu og náum því besta út úr okkar liði þá held ég að sigurinn skili sér. Þetta snýst um okkar hugarfar og hvernig við útfærum leikinn.“

Breiðablik er með tvö stig þegar tveir leikir eru eftir, en Ólafur segir stefnuna setta á að reyna ná umspilssætinu.

„Ekki spurning. Við viljum fara til Frakklands með eitthvað undir. Við viljum vinna leikinn á morgun og fara til Frakklands í erfiðan leik með eitthvað undir. Það er klárlega markmiðið.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner