Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   mið 10. desember 2025 23:06
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Enn eftir að bæta margt við okkar leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pep Guardiola svaraði spurningum frá TNT Sports eftir góðan sigur á útivelli gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Pep var ánægður með sigurinn en sagði að frammistaðan hefði mátt vera betri. City var sterkara liðið en heimamenn í Madríd fengu líka góð færi til að bæta mörkum við leikinn sem fóru forgörðum.

„Það er mjög erfitt að spila á þessum velli, við vorum með fjóra eða fimm leikmenn sem voru að spila hérna í fyrsta sinn. Við erum mjög ánægðir með þennan sigur, við erum með 13 stig og það er í okkar höndum að enda meðal 8 efstu liðanna," sagði Pep.

„Matheus (Nunes) var góður og hinn bakvörðurinn Nico (O'Reilly) stórkostlegur. Rayan Cherki var að spila í fyrsta sinn á þessum velli. Jeremy (Doku) vann mjög vel fyrir liðið og við erum ánægðir með að sigra gegn erfiðum andstæðingum.

„Við byrjuðum leikinn á að gera mistök og fá mark á okkur og þeir spiluðu öðruvísi en við bjuggumst við. Við héldum að þeir myndu pressa hærra en þeir bökkuðu lægra niður. Við hefðum getað verið betri í þessum leik en við erum ánægðir með stigin.

„Við vorum að spila gegn mjög góðum andstæðingum. Þeir eru með leikmenn eins og Rodrygo, Vinícius og Bellingham, þeir eru rosalega fljótir í sókninni og þess vegna gátum við ekki verið með alltof háa varnarlínu. Við hefðum mátt verjast betur en við munum bæta okkur á þessu sviði.

„Við höfum komið hingað í fortíðinni og skilað betri frammistöðu en tapað. Við erum ekki ennþá upp á okkar besta, við verðum vonandi komnir á rétt stig í febrúar þegar lokahnykkurinn nálgast. Við eigum enn eftir að bæta margt við okkar leik."


Erling Haaland fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni. Hann er kominn með 21 mark í 21 leik í öllum keppnum það sem af er tímabils.

„Tölurnar hans tala sínu máli. Við verðum að finna hann oftar og koma honum meira inn í leikina. Hann er ekki búinn að vera nægilega mikið inni í síðustu leikjum og við þurfum að finna leiðir til að koma boltanum á hann."
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 6 6 0 0 17 1 +16 18
2 Bayern 6 5 0 1 18 7 +11 15
3 PSG 6 4 1 1 19 8 +11 13
4 Man City 6 4 1 1 12 6 +6 13
5 Atalanta 6 4 1 1 8 6 +2 13
6 Inter 6 4 0 2 12 4 +8 12
7 Real Madrid 6 4 0 2 13 7 +6 12
8 Atletico Madrid 6 4 0 2 15 12 +3 12
9 Liverpool 6 4 0 2 11 8 +3 12
10 Tottenham 6 3 2 1 13 7 +6 11
11 Dortmund 6 3 2 1 19 13 +6 11
12 Newcastle 6 3 1 2 13 6 +7 10
13 Chelsea 6 3 1 2 13 8 +5 10
14 Sporting 6 3 1 2 12 8 +4 10
15 Barcelona 6 3 1 2 14 11 +3 10
16 Marseille 6 3 0 3 11 8 +3 9
17 Juventus 6 2 3 1 12 10 +2 9
18 Galatasaray 6 3 0 3 8 8 0 9
19 Mónakó 6 2 3 1 7 8 -1 9
20 Leverkusen 6 2 3 1 10 12 -2 9
21 PSV 6 2 2 2 15 11 +4 8
22 Qarabag 6 2 1 3 10 13 -3 7
23 Napoli 6 2 1 3 6 11 -5 7
24 FCK 6 2 1 3 10 16 -6 7
25 Benfica 6 2 0 4 6 8 -2 6
26 Pafos FC 6 1 3 2 4 9 -5 6
27 St. Gilloise 6 2 0 4 7 15 -8 6
28 Athletic 6 1 2 3 4 9 -5 5
29 Olympiakos 6 1 2 3 6 13 -7 5
30 Club Brugge 6 1 1 4 8 16 -8 4
31 Eintracht Frankfurt 6 1 1 4 8 16 -8 4
32 Bodö/Glimt 6 0 3 3 9 13 -4 3
33 Slavia Prag 6 0 3 3 2 11 -9 3
34 Ajax 6 1 0 5 5 18 -13 3
35 Villarreal 6 0 1 5 4 13 -9 1
36 Kairat 6 0 1 5 4 15 -11 1
Athugasemdir
banner