Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 17:15
Kári Snorrason
Von á 250 írskum stuðningsmönnum - „Þeir nýta öll tækifæri til að henda í gott partý“
Stuðningsmenn Shamrock á Kópavogsvelli fyrir tveimur árum.
Stuðningsmenn Shamrock á Kópavogsvelli fyrir tveimur árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um 250 stuðningsmenn írska liðsins Shamrock Rovers eru mættir til landsins til að sjá sína menn etja kappi við Breiðablik á Laugardalsvelli á morgun.

Kristján Ingi Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Breiðabliks, greindi frá tölunum á blaðamannafundi Blika fyrr í dag.

Liðin mættust í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum og þá vann Breiðablik í báðum viðureignum liðanna; 1-0 útisigur í Dublin og svo 2-1 sigur á Kópavogsvelli.

Á síðasta ári mætti Shamrock Víkingi, þar sem þeir írsku unnu einvígið. Um fimmtíu stuðningsmenn Shamrock mættu þá í Víkina.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var spurður út í írsku stuðningsmennina og var ánægður með góða mætingu þeirra: „Þeir nýta öll tækifæri til að henda í gott partí,“ sagði fyrirliðinn léttur á brún.

Leikurinn hefst klukkan 17:45 á Laugardalsvelli á morgun og leitast Blikar enn eftir sínum fyrsta sigri í Sambandsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner