Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   fim 11. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin í dag - Blikar þurfa sigur
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Næstsíðasta umferð í deildarkeppni Sambansdeildarinnar fer fram í dag og í kvöld, þar sem Breiðablik mætir Shamrock Rovers frá Írlandi á Laugardalsvelli.

Blikar þurfa á sigri að halda í þessum heimaleik til að eiga möguleika á að halda áfram í keppninni.

Breiðablik hefur hingað til gert jafntefli í báðum heimaleikjum sínum í mótinu, 0-0 gegn KuPS frá Finnlandi og 2-2 gegn Samsunspor frá Tyrklandi.

Blikar eiga því aðeins 2 stig eftir 4 umferðir, einu stigi meira heldur en Shamrock.

Fyrrum Sambandsdeildarmeistarar Fiorentina spila við Dynamo Kyiv í dag og gæti Albert Guðmundsson tekið þátt. Guðmundur Þórarinsson og félagar í FC Noah eiga heimaleik við Legia frá Varsjá á meðan Logi Tómasson og félagar í Samsunspor taka á móti AEK frá Aþenu.

Það eru því þrjú Íslendingalið sem eiga heimaleiki í dag, áður en tvö Íslendingalið til viðbótar mæta til leiks í kvöld.

Aberdeen spilar mjög erfiðan heimaleik við Strasbourg en ekki er hægt að reikna með að hinn 19 ára gamli Kjartan Már Kjartansson komi við sögu. Hann hefur enn ekki fengið tækifæri með aðalliðinu eftir félagaskipti sín frá Stjörnunni síðasta sumar.

Lech Poznan á einnig erfiðan heimaleik, gegn Mainz frá Þýskalandi. Gísli Gottskálk Þórðarson verður ekki með vegna meiðsla.

Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace heimsækir Shelbourne til Írlands. Lærlingar Oliver Glasner eru taldir sigurstranglegir í keppninni þrátt fyrir að vera aðeins komnir með 6 stig eftir 4 umferðir. Leikurinn í kvöld er svokallaður skyldusigur fyrir Palace.

Leikir dagsins
17:45 Universitatea Craiova - Sparta Prag
17:45 Hacken - AEK Larnaca
17:45 Samsunspor - AEK
17:45 Jagiellonia - Rayo Vallecano
17:45 Shkendija - Slovan Bratislava
17:45 Drita FC - AZ Alkmaar
17:45 Noah - Legia Warsaw
17:45 Breiðablik - Shamrock Rovers
17:45 Fiorentina - Dynamo Kyiv
20:00 Lech Poznan - Mainz
20:00 Rapid Vienna - Omonia
20:00 Hamrun Spartans - Shakhtar Donetsk
20:00 Shelbourne - Crystal Palace
20:00 Rijeka - NK Celje
20:00 Lincoln Red Imps - Sigma Olomouc
20:00 KuPS - Lausanne
20:00 Rakow - Zrinjski Mostar
20:00 Aberdeen - Strasbourg
Athugasemdir
banner
banner