Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Mudryk var tekinn próflaus undir stýri
Mykhailo Mudryk.
Mykhailo Mudryk.
Mynd: EPA
Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea, var stöðvaður þegar hann ók BMW bifreið sinni aðeins nokkrum vikum eftir að hann missti prófið vegna hraðaksturs.

Mudryk sagði sér til varnar að hann hefði talið sig neyðast til að keyra þar sem bílstjórinn hans hefði ekki getað keyrt hann á æfingu.

Mudryk missti ökuréttindin í sex mánuði í ágúst og var stöðvaður án réttinda, upphaflega þar sem lögreglan taldi að rúðurnar í bílnum hans væru of skyggðar.

Úkraínski landsliðsmaðurinn er í banni frá fótbolta eftir að hann féll á lyfjaprófi. Þrátt fyrir að mega ekki æfa með liðsfélögum sínum í Chelsea hefur hann verið áfram búsettur í London.
Athugasemdir
banner