Fyrsti leikur Reykjavíkurmótsins fer fram í dag þegar Leiknir R. tekur á móti Víkingi R. í Breiðholti.
Leikurinn hefst klukkan 17:00 og eigast liðin við í fimm liða A-riðli sem inniheldur einnig ÍR, Fjölni og Fram.
Lengsta undirbúningstímabil í heimi er þar með hafið en íslenska keppnistímabilið hefst ekki fyrr en komandi vor.
Íslandsmeistarar Víkings verða að teljast sigurstranglegri aðilinn í kvöld, þar sem Leiknir bjargaði sér frá falli úr Lengjudeildinni með jákvæðum úrslitum undir lok Íslandsmótsins.
Leikur dagsins
17:00 Leiknir R. - Víkingur R. (Domusnovavöllurinn)
Athugasemdir




