Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   fim 11. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Reykjavíkurmótið hefst í Breiðholti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti leikur Reykjavíkurmótsins fer fram í dag þegar Leiknir R. tekur á móti Víkingi R. í Breiðholti.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og eigast liðin við í fimm liða A-riðli sem inniheldur einnig ÍR, Fjölni og Fram.

Lengsta undirbúningstímabil í heimi er þar með hafið en íslenska keppnistímabilið hefst ekki fyrr en komandi vor.

Íslandsmeistarar Víkings verða að teljast sigurstranglegri aðilinn í kvöld, þar sem Leiknir bjargaði sér frá falli úr Lengjudeildinni með jákvæðum úrslitum undir lok Íslandsmótsins.

Leikur dagsins
17:00 Leiknir R. - Víkingur R. (Domusnovavöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner