Craig Bellamy útilokar að taka við skoska stórliðinu Celtic en hann er fyrrum leikmaður Celtic. Bellamy stýrir landsliði Wales og er samningsbundinn til 2028.
„Celtic er ekki inni í myndinni hjá mér. Ég er með fullan hug við starf mitt hjá Wales. Ég skil að ég sé orðaður við starfið þar sem ég spilaði fyrir félagið," segir Bellamy.
„Celtic er ekki inni í myndinni hjá mér. Ég er með fullan hug við starf mitt hjá Wales. Ég skil að ég sé orðaður við starfið þar sem ég spilaði fyrir félagið," segir Bellamy.
Bellamy er að búa sig undir leiki með Wales gegn Liechtenstein og Norður-Makedóníu en sigrar í báðum leikjum tryggja Wales umspilssæti fyrir HM 2026.
„Ég er að elska starfið mitt í dag og við erum að horfa til þess að spila í umspilinu í mars," segir Bellamy en mikil ánægja er með það hvernig hann hefur verið að fóta sig í starfinu hjá velska landsliðinu.
Bellamy lék meðal annars fyrir Newcastle, Liverpool og Manchester City á leikmannaferli sínum.
Celtic er í stjóraleit eftir að Brendan Rodgers sagði upp í síðasta mánuði en reynsluboltinn Martin O'Neill heldur um stjórnartaumana til bráðabirgða.
Athugasemdir


