Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 05. nóvember 2025 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Virðist vera komið í tísku að skera niður hjá kvennaliðunum
Kvenaboltinn
Úr leik í Bestu deild kvenna í sumar.
Úr leik í Bestu deild kvenna í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það heyrist mikið um það að mörg félög í kvennaboltanum á Íslandi ætli að skera niður fjármagnið í kringum sín lið fyrir næsta ár.

Má þar til dæmis nefna Fram en Óskar Smári Haraldsson hætti þar sem þjálfari á dögunum og meistaraflokksráðið hætti allt. Einnig hefur heyrst að Breiðablik ætli að skera kostnaðinn í kringum sitt lið eftir að hafa unnið tvöfalt í sumar og þá heyrist að Valur ætli að minnka kostnaðinn við sitt lið enn frekar.

Rætt var um þetta í Uppbótartímanum á dögunum.

„Mér finnst þetta sorglegt. Mér finnst ég heyra þetta í kringum flest liðin núna. Ég er ekki búin að gera neitt annað seinustu tvö árin en að tala um að við þurfum að fara í naflaskoðun í kvennaboltanum," sagði Adda Baldursdóttir.

„Það þurfi naflaskoðun á það hvað við getum gert betur og hvað við erum að gera vel. Mér finnst vera hnignun eiginlega í öllum liðum."

Magnús Haukur Harðarson var einnig í þættinum og hann segir að umfjöllun um deildin sé eitthvað sem hægt sé að bæta gríðarlega. „Íslenskur Toppfótbolti hlýtur að vera annt um vörumerki sitt," sagði Magnús og gagnrýndi Sýn Sports í þættinum fyrir að vera ekki með betri umgjörð og gera ekki meira úr stórum leikjum, til dæmis þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari.
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
Athugasemdir
banner