Englendingurinn Nik Chamberlain mun á næstunni taka næsta skref á þjálfaraferlinum eftir að hafa unnið sig upp metorðastigann í kvennaboltanum á Íslandi.
Hann byrjaði í Fjarðabyggð, vann svo frábært starf hjá Þrótti Reykjavík og hefur gert Breiðablik að Íslandsmeisturum í tvígang auk þess sem liðið varð bikarmeistari í sumar.
Hann byrjaði í Fjarðabyggð, vann svo frábært starf hjá Þrótti Reykjavík og hefur gert Breiðablik að Íslandsmeisturum í tvígang auk þess sem liðið varð bikarmeistari í sumar.
Hann mun núna taka við Íslendingafélagi Kristianstad í Svíþjóð um áramótin.
„Þetta verður mjög spennandi. Alveg nýr lífsstíll í Svíþjóð," sagði Nik í Uppbótartímanum á dögunum en hann er gríðarlega metnaðarfullur þjálfari.
Elísabet Gunnarsdóttir, sem er í dag landsliðsþjálfari Belgíu, var þjálfari Kristianstad frá 2009 til 2023. Nik ræddi við hana áður en hann samþykkti að taka við starfinu en hann segir íslensku hefðina hjá félaginu hjálpa við að taka skrefið.
„Þetta er rétta skrefið fyrir mig," segir Nik. „Það hjálpar að hafa íslenska leikmenn en það eru líka Íslendingar í kringum handboltaliðið þarna. Það er lítið samfélag þarna og ég verð ekki alveg einn á nýjum stað."
„Ég ræddi við Elísabetu. Hún hefur stutt mig mikið, líka þegar ég fór í Breiðablik þá spurði ég hana um ráð. Hennar skoðun vegur mikið fyrir mig. Við höfum hist nokkrum sinnum og ég ber mikla virðingu fyrir henni," segir Nik.
Í viðtalinu sagði Nik einnig að hann hefði áhuga á því að fá fleiri íslenska leikmenn til félagsins og það væri til skoðunar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir



