Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 04. nóvember 2025 23:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Skoraði eftir ótrúlegan sprett - „Vildi sjá hvort þeir næðu mér"
Mynd: EPA
Tottenham vann öruggan 4-0 sigur gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í kvöld.

Micky van de Ven skoraði þriðja mark liðsins en það var eftir stórkostlegan sprett úr eigin vítateig upp allan völlinn sem endaði með því að hann skoraði með skoti úr teignum.

„Ég byrjaði að hlaupa og hugsaði að ég vildi sjá hvort þeir næðu mér en þeim tókst það ekki," sagði Van de Ven.

„Við þurftum á þessu að halda eftir vond úrslit um helgina, við þurftum að rísa upp og við gerðum það."


Athugasemdir