Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í undankeppni EM 2026. Riðillinn verður leikinn í Rúmeníu og mætir Ísland þar Finnlandi, Rúmeníu og Andorra.
Það vekur athygli að Viktor Bjarki Daðason, sem hefur spilað tvo leiki og skorað mark Meistaradeildinni með FCK á síðustu vikum, er í hópnum. Frá því hann komst inn í aðalliðshópinn hjá dönsku meisturunum hefur verið rætt um hvort hann yrði í A-landsliðinu eða U21 landsliðinu í komandi leikjum, en U19 er niðurstaðan. Tíu leikmenn í hópnum eru hjá erlendum félögum.
Þau lið sem enda í tveimur efstu sætunum fara áfram í milliriðla undankeppninnar. Það lið með bestan árangur í þriðja sæti riðlanna 13 kemst einnig áfram í milliriðlana. Lokakeppnin fer fram í Wales dagana 28. júní - 11. júlí.
Það vekur athygli að Viktor Bjarki Daðason, sem hefur spilað tvo leiki og skorað mark Meistaradeildinni með FCK á síðustu vikum, er í hópnum. Frá því hann komst inn í aðalliðshópinn hjá dönsku meisturunum hefur verið rætt um hvort hann yrði í A-landsliðinu eða U21 landsliðinu í komandi leikjum, en U19 er niðurstaðan. Tíu leikmenn í hópnum eru hjá erlendum félögum.
Þau lið sem enda í tveimur efstu sætunum fara áfram í milliriðla undankeppninnar. Það lið með bestan árangur í þriðja sæti riðlanna 13 kemst einnig áfram í milliriðlana. Lokakeppnin fer fram í Wales dagana 28. júní - 11. júlí.
Hópurinn
Jón Sölvi Símonarson - ÍA
Sigurður Jökull Ingvason - FC Midtjylland
Ásbjörn Líndal Arnarsson - Þór
Daníel Ingi Jóhannesson - FC Nordsjælland
Davíð Helgi Aronsson - Njarðvík
Egill Orri Arnarsson - FC Midtjylland
Einar Freyr Halldórsson - Þór
Freysteinn Ingi Guðnason - Njarðvík
Gabríel Snær Gunnarsson - ÍA
Gabríel Snær Hallsson - Breðablik
Gunnar Orri Olsen - FC Köbenhavn
Jakob Gunnar Sigurðsson - Lyngby Boldklub
Jónatan Guðni Arnarsson - IFK Norrköping
Karl Ágúst Karlsson - HK
Kolbeinn Nói Guðbergsson - Þróttur R.
Róbert Elís Hlynsson - KR
Sölvi Snær Ásgeirsson - LASK
Tómas Óli Kristjánsson - AGF
Viktor Bjarki Daðason - FC Köbenhavn
Viktor Nói Viðarsson - KAA Gent
Athugasemdir


