Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 05. nóvember 2025 17:14
Elvar Geir Magnússon
Ian Jeffs orðinn þjálfari Blikakvenna (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Breiðablik
Íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennaflokki hafa tilkynnt um ráðningu á Ian Jeffs sem nýjum þjálfara.

Jeffsy hefur stýrt kvennaliði ÍBV, verið aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands, stýrt karlaliði Þróttar og svo Haukum. Sem leikmaður spilaði hann m.a. með ÍBV, Val og Fylki.

„Þetta er frábært félag og ég er mjög spenntur yfir því að vera kominn hingað. Ég er kominn hingað til að ná árangri og vil helst spila skemmtilegan sóknarsinnaðan bolta," segir Jeffs á Instagram síðu Breiðabliks.

Fótbolti.net greindi frá því á mánudag að Breiðablik hefði rætt við Ian Jeffs um að taka við af Nik Chamberlain sem er að taka við sænska liðinu Kristianstad. Nik gerði Breiðablik að Íslands- og bikarmeisturum í sumar.

„Með ráðningu Ian vil Breiðablik tryggja að liðið sé áfram í allra fremstu röð og að metnaður og fagmennska sé í fyrirrúmi í öllu starfi í kringum liðið á komandi misserum. Við bindum miklar vonir við komu Ian Jeffs og hlökkum til að sjá liðið undir hans stjórn. Vertu velkominn, Jeffsy," segir í tilkynningu Breiðabliks.





Athugasemdir
banner
banner