James McClean, leikmaður Wrexham í Championship-deildinni, viðurkennir að hafa kýlt stuðningsmann Cardiff fyrir deildabikarleik þessara velsku liða í síðustu viku.
McClean segir höggið hafa komið í sjálfsvörn. Nokkrir stuðningsmenn Cardiff hafi áreitt sig á bílaplani Racecourse Ground fyrir leikinn.
McClean segir höggið hafa komið í sjálfsvörn. Nokkrir stuðningsmenn Cardiff hafi áreitt sig á bílaplani Racecourse Ground fyrir leikinn.
McClean, sem er 36 ára, segir að áreitið hafi í fyrstu verið munnlegt áður en einn af einstaklingunum hafi vaðið í átt að sér.
„Ég steig út úr bílnum mínum og fjórir karlkyns Cardiff stuðningsmenn um þrítugt voru þar og urðuðu yfir mig," segir McClean. Þessi fyrrum írski landsliðsmaður segist hafa kýlt einn þeirra áður en hann fór inn á leikvanginn.
Þess má geta að Cardiff vann 2-1 útisigur í umræddum kappleik.
Athugasemdir



