Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 05. nóvember 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Real ætlar að selja Vinicius - Sancho má fara frítt
Powerade
Viðbrögð Vinicius við skiptingunni gegn Barcelona voru sérstök.
Viðbrögð Vinicius við skiptingunni gegn Barcelona voru sérstök.
Mynd: EPA
Sancho á enga framtíð á Old Trafford.
Sancho á enga framtíð á Old Trafford.
Mynd: EPA
Real Madrid ætlar sér að selja Vinicius Jr næsta sumar, Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Rodrygo, og Man Utd er tilbúið að hleypa Jadon Sancho í burtu á frjálsri sölu. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.



Real Madrid hefur ákveðið að selja Vinicius Jr (25) næsta sumar eftir viðbrögð hans við skiptingunni gegn Barcelona. (Bild)

Samherji Vini hjá Real Madrid, Rodrygo (24), vill fara frá Real í janúar og bæði Tottenham og Arsenal hafa áhuga. (Fichajes)

Man Utd er tilbúið að hleypa Jadon Sancho (25) í burtu á frjálsri sölu næsta sumar. Sancho er á láni hjá Aston Villa. (Talksport)

Roma íhugar að reyna við Joshua Zirkzee (24) sóknarmann United í janúar. Sevilla og Ajax hafa einnig áhuga. (Calcio Mercato)

Yann Bisseck (24) varnarmaður Inter langar að fara til Englands og bæði West Ham og Tottenham hafa áhuga. (Gazzettan)

Crystal Palace, Inter og Juventus munu öll berjast um að fá Nathan Ake (30) frá Manchester City í janúar. (Caught Offside)

Man Utd mun reyna við Elliot Anderson (22) miðjumann Nottingham Forest í janúar. Hann er sagður mjög opinn fyrir því að fara á Old Trafford. (Teamtalk)

Arsenal er ekki tilbúið að hleypa Martin Ödegaard (26) frá sér en Barcelona hefur áhuga á fyrirliðanum. (Fichajes)

Virgil van Dijk (34) fyrirliði Liverpool kannaði möguleikann á því að fara til Real Madrid í sumar áður en hann framlengdi við Liverpool. (AS)

Everton mun ekki selja Jarrad Branthwaite (23) í janúar þrátt fyrir áhuga Man Utd. (Teamtalk)

Erik ten Hag, fyrrum stjóri United, er einn af þeim sem kemur til greina sem næsti stjóri Wolves. (ESPN)

Barcelona þyrfti að greiða 28 milljónir punda til að fá Marcus Rashford alfarið til sín en önnur félög yrðu að greiða 40 milljónir punda. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner